ÍR veitti HK hörku keppni

HK mætir ÍR í umspili um sæti í Olísdeild kvenna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

HK vann nauman sigur á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í Kórnum í kvöld, 27:25. HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik og var það mesti munurinn á liðunum í leiknum. Næsti leikur liðanna verður í Austurbergi á miðvikudaginn klukkan 19.30 en vinna þarf þrjá leiki til þess að vinna umspilið og leika í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.


Ekki var áberandi munur á leik liðanna, annað lék í Olísdeild á leiktíðinni og hitt í Grill66-deildinni. Vissulega var HK með yfirhöndina frá upphafi til enda en sjaldnast var munurinn mikill. ÍR-ingar önduðu niður um hálfsmálið á leikmönnum HK allt þangað til flautað var til leiksloka. ÍR gaf svo sannarlega HK leik að þessu sinni.


ÍR jafnaði metin, 20:20, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. HK náði í framhaldinu 4:1 kafla sem lagði grunn að sigrinum.


Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6/4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 7, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2.

Handbolti.is var í Kórnum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -