- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísfirðingar þétta raðirnar

- Auglýsing -

Handknattleikslið Harðar á Ísafirði ætlar svo sannarlega ekki að gefa þumlung eftir þótt liðið verði nýliði í Grill 66-deild karla á leiktíðinni sem hefst á föstudaginn. Harðarmenn hafa blásið til sóknar eftir langa fjarveru Vestfirðinga frá keppni í efstu deildum handboltans.

Samkvæmt heimildum, sem handbolti.is telur afar traustar, eru tveir öflugir lettneskir landsliðsmenn væntanlegir vestur á næstu dögum. Raivis Gorbunovs er 21 árs gamall Letti. Hann var á mála hjá liði í efstu deild í Króatíu á síðasta vetri. Hinn heitir Guntis Pilpuks, einnig Letti, og er hægri skytta. Pilpuks var síðast í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Mors-Thy á Jótlandi.

Gangi þetta eftir er ljóst að Harðarmenn verða til alls líklegir í Grill 66-deildinni á keppnistímabilinu enda er fyrir, innan liðsins, harðsnúinn hópur undir stjórn spænska þjálfarans Carlos Martin Santos.

Nýliðaslagur verður strax í fyrstu umferð Grill 66-deildarinnar þegar Vængir Júpíters koma í heimsókn í íþróttahúsið Torfnesi á Ísafirði á föstudagskvöld.

Leikir 1. umferðar Grill 66-deildar karla:
Föstudagur:

Hertzhöllin: Kría – Fram kl. 19.30
Ísafjörður: Hörður – Vængir Júpíters kl. 19.30
Laugardagur:
Kórinn: HK – Selfoss U 13.30
Origohöllin: Valur U – Víkingur R. kl. 16
Sunnudagur:
Schenkerhöllin: Haukar U – Fjölnir kl. 17

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -