- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sannfærandi upphaf á EM – nú er að fylgja þessu eftir

Sigurdansinn í leikslok. Mynd/Hafliði Breiðjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið fór afar vel af stað á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Portúgal, 28:24, eftir að hafa verið mest sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10.

Ólafur Andrrés Guðmundsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Næsti leikur verður á móti Hollendingum á sunnudaginn klukkan 19.30 en svo vill til að um er að ræða tvö efstu lið B-riðils keppninnar.


Íslenska landsliðið hefur þar með unnið upphafsleik sinn á EM í fimmta sinn í röð. Næst á dagskrá er að fylgja eftir sigri í upphafsleik.

Portúgalar hafa oft leikið fremur leiðinlegan handknattleik en það sem þeir buðu upp á fyrri hálfleik í kvöld var með því allra versta sem frá þeim hefur sést. Gönguhandknattleikur og eintómt tómt hnoð, nokkuð sem er fjarri þeim leik sem íslenska liðið vill leika. Talsvert var leikið upp á línumennina stóru og sterku.

Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Það reyndi mjög á íslensku leikmennina en það var e.t.v. ekkert sem kom þeim í opna skjöldu. Íslendingar fóru fjórum sinnum í kælingu í fyrri hálfleik.


Leikmenn íslenska liðsins voru vel undir búnir og allt tal um að liðsheildin væri fyrir hendi kom skýrt fram.

Fyrirliðinn Aron Pálmarsson sækir að varnarmönnum portúgalska liðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Ekki virðist hafa lifnað yfir portúgalska liðinu yfir að vera án nokkura leikmanna.

Allt þetta gerði að verkum að það tók sinn tíma að brjóta Portúgala á bak aftur. Byrjað var að brotna undan þeim undir lok fyrri hálfleik. Tvö góð íslensk mörk á síðustu mínútu hjálpuðu til, 14:10.

Markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Íslenska liðið reyndi hvað það gat að keyra upp hraðann í síðari hálfleik. Það tókst nokkuð vel. Sóknarleikurinn gekk frá upphafi til enda afar vel. Opnanir voru nánast í hverri sókn en það komu kaflar þar sem nýtingin hefði mátt vera betri.


Varnarleikurinn var góður en hann reyndi mjög á þrek og krafta.


Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Aron Pálmarsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3/1, Viggó Kristjánsson 2, Ólafur Andrés Guðmundsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Ýmir Örn Gíslason 2.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5, Viktor Gísli Hallgrímsson 4.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -