- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslandsvinur tekur við af Íslandsvini

Gintaras Savukynas hefur tekið við þjálfun landsliðs Litaén. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gintaras Savukynas , fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, Gróttu og leikmaður og þjálfari ÍBV, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Litáen í handknattleik karla.

Hann tekur við af öðrum Íslandsvini Mindaugas Andriuska sem sagði starfi sínu lausu eftir að landslið Litáen lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði.


Savukynas mun sinna hinu nýja starfi samhliða þjálfun úkraínska meistaraliðsins Motor Zaporozhye hvar hann hefur verið í stóli þjálfara frá sumrinu 2020. Savukynas var einnig landsliðsþjálfari Litáen frá 2009 til 2014.


Fyrsta verkefni Savukynas með landsliðið verða tveir leikir við landslið Ísrael um miðjan mars í fyrstu umferð umspils fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári.

Takist Litáen að leggja Ísrael taka við tveir leikir við Ungverja eftir miðjan apríl um þátttökurétt á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -