Íslendingaliðið er komið í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður og leikmaður Elverum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í kvöld þegar Elverum vann Nærbø með 12 marka mun í þriðja og síðasta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld. Lokatölur, 40:28, en aðeins munaði einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:13, Elverum í hag.


Aron Dagur Pálsson, sem einnig leikur með Elverum skoraði ekki mark í leiknum.


Elverum vann rimmuna við Nærbø með þremur vinningum gegn engum og mætir annað hvort Arendal eða Drammen í úrslitum. Arendal stendur betur að vígi, með tvo vinninga en Drammenliðið er tómhent. Arendal sækir Drammen heim á föstudagskvöldið og mun með sigri tryggja sér sæti í úrslitum gegn Elverum.Liðið sem vinnur úrslitakeppnina í Noregi verður ekki útnefndur landsmeistari heldur verður einfaldlega meistari í úrslitakeppninni. Elverum vann deildina og varð þar með meistari. Eins varð Elverum bikarmeistari um síðustu helgi eftir að hafa lagt Arendal í úrslitaleik.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -