- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar fögnuðu sigri í þremur leikjum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í skotstöðu í leik með PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC gerðu jafntefli, 27:27, í fyrri viðureigninni við ÖIF Arendal annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikið var í Noregi og jöfnuðu heimamenn metin þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Þeir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Síðari hálfleikur var jafn.


Donni skoraði tvö mörk í sex skotum fyrir franska liðið. Síðari leikurinn verður í Frakklandi eftir viku.


Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu Granolles frá Spáni, 36:33, í sömu keppni í dag á heimavelli í Sviss. Eins fögnuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í GOG góðum sigri á danska liðinu Mors Thy, 30:24, á heimavelli. Eftir því sem næst verður komist kom Viktor Gísli lítið við sögu í leiknum.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar jafntefli varð í viðureign liðanna, 31:31. Leikið var í Þýskalandi.


Úrslit leikja í annarri umferð Evrópudeildarinnar, fyrri leikdagur:
Arendal – PAUC 27:27.
Azoty-Pulawy – Füchse Berlin 24:32.
Bjerringbro/Silkeborg – Nexe 33:27.
GOG – Mors Thy 30:24.
Kadetten – Granolles 36:33.
Nimes – CSKA Moskva 36:29.
Rhein-Neckar Löwen – Benfica 31:31.
Wisla Plock – Dobrogea Sud 25:14.
La Rioja – Ademar 34:30.
Sporting – Holstebro 31:25.
Toulouse – Malmö 30:24.
Valur – Lemgo 26:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -