Íslendingar mætast í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson leikur í Meistaradeildinni Evrópu í fyrsta sinn a ferlinu á næsta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs, hafnaði m.a. í riðli með Bjarka Má Elíssyni og nýjum samherjum hans í ungverska liðinu Veszprém þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í morgun. Magdeburg tekur nú þátt í keppninni í fyrsta sinn í hátt í 20 ár.


Evrópumeistarar Barcelona eru í B-riðli m.a. með Łomża Industria Kielce sem Haukur Þrastarson leikur með. Liðin voru einnig saman í riðli á síðustu leiktíð og léku þar á ofan framlengdan úrslitaleik í keppninni fyrir hálfum mánuði þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni.


Í B-riðli eru einnig franska liðið Nantes sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með á næstu leiktíð, norsku meistararnir Elverum með Orra Frey Þorkelsson innan sinna raða og dönsku bikarmeistararnir Aalborg Håndbold sem Aron Pálmarsson leikur með og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá.


A-riðill:
Paris Saint Germain handball.
SC Magdeburg.
GOG.
FC Porto.
Dinamo Bucaresti.
Telekom Veszprém.
Orlen Wisla Plock.
PPD Zagreb.


B-riðill:
Pick Szeged.
Barcelona.
Celje Pivovarna Lasko.
Łomża Industria Kielce.
THW Kiel.
HBC Nantes.
Elverum.
Aalborg Håndbold.


Fyrsta umferð Meistaradeildar verður 14. og 15. september.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -