- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar mætast í Sviss

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld þar sem hópur íslenskra handknattleiksmanna verður á fullri ferð á keppnistímabilinu. M.a. mætast tveir þeirra þegar danska liðið GOG með markvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson innanborðs sækir Kadetten Schaffahausen heim í D-riðli síðdegis. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.

Í sama riðli mætast Rhein-Neckar Löwen og Trimo Trebnje frá Slóveníu í Mannheim en Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með Löwen eins og kunnugt er. Uros Zorman er þjálfari Trebnje-liðsins en hann var árum saman einn besti handknattleiksmaður Slóvena.

Þriðja leiknum í riðlinum var frestað vegna kórónuveirunnar en það er viðureign Tatabanya og Pelister. Nær allir leikmenn Tatabanya eru í einangrun um þessar mundir en 15 veiktust í leik, – og starfsmannahópi liðsins í síðustu viku.

Alls er leikið í fjórum sex liða riðlum í Evrópudeildinni.

Aron Dagur Pálsson og samherjar í sænska liðinu Alingsås fá EK Nexe frá Króatíu í heimsókn í C-riðli. Í sama riðli mætast Beskitas og SC Magdeburg í Istanbul en Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með þýska liðinu.

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson sækja Füchse Berlin heim til Berlínar ásamt samherjum sínum í IFK Kristianstad í B-riðli.

Leikir dagsins í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar:

16.45 Alingsås (Aron Dagur) – Nexe

16.45 Besiktas – SC Magdeburg (Gísli, Ómar)

16.45 Kadetten (Aðalsteinn) – GOG (Viktor Gísli)

16.45 RN-Löwen (Alexander, Ýmir) – Trimo Trebnje

18.45 F. Berlin – IFK Kristianstad (Ólafur, Teitur)

16.45 Dinamo Bucarest – Sporting

18.45 Presov – Nimes

18.45 Toulouse – Metalurg Skopje

Medvedi – Ademar, frestað

Pelister – Tatabaya, frestað

Montpellier – CSKA, frestað

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -