- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaslagur framundan í Noregi

Janus Daði Smárason leikmaður íslenska landsliðsins og norska liðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingaslagur er framundan í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í lok ágúst og í byrjun september þegar norsku liðin Kolstad og Drammen mætast.


Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson gengu til liðs við Kolstad í sumar en fyrir eru hjá Drammen þeir Óskar Ólafsson og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg. Fyrri viðureignin verður á heimavelli Kolstad í Þrándheimi 27. eða 28. ágúst og sú síðari í Drammen viku þaðan í frá.


Fleiri lið þar sem íslenskir handknattleiksmenn koma við sögu voru í skálunum þegar dregið var í fyrstu umferð í morgun. Svissneska liðið GC Amicita Zürich sem Ólafur Andrés Guðmundsson samdi við í vor mætir Górnik Zabrze frá Póllandi. Fyrri viðureingin fer fram í Póllandi.


Alpla Hard frá Austurríki sem Hannes Jón Jónsson þjálfar leikur við HC Eurofarm Pelister 2 frá Norður Makedóníu.


Eftirtalin lið drógust saman:
Rebi Balonmano Cuena – Bjerringbro/Silkeborg.
HC Cooks – Aguas Santas Mianeza.
HC Dobrogea Sun Constanta – Chambéry Savoie.
CS Minaur Baia Mare – FTC (Ferencvaros).
IK Sävehof – AHC Potaissa Turda.
Alpla Hard – HC Eurofarm Pelister2.
Kolstad – Drammen.
IFK Kristianstad – RK Trimo Trebnje.
BM Logrono La Rioja – Lemgo.
Górnik Zabrze – GC Amicitia Zürich.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -