Íslensku liðin þrjú geta mæst í Evrópukeppni

Lið Vals og KA/Þórs hafa marga hildi háð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íslensku félagsliðin þrjú sem eru skráð til leiks í Evrópubikarnum í handknattleik kvenna geta dregist saman í fyrstu umferð þegar dregið verður 20. júlí. Íslandsmeistarar KA/Þórs verða í efri styrkleikaflokkunum en Valur og ÍBV í neðri flokknum. Tuttugu og fimm lið eru í hvorum flokki og eru víðsvegar að úr Evrópu.


Ráðgert er að fyrri leikirnir fari fram helgina 16. og 17. október og þeir síðari helgina eftir, 23. og 24. október. Næsta umferð þar á eftir, 32-liða úrslit, eiga að fara fram á tveimur helgum eftir miðjan nóvember.

Sigurður Bragason, þjálfari, og leikmenn ÍBV verða með í Evrópukeppninni í haust. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Í efri styrkleikaflokki verða:
KA/Þór, DHC Slavía Prag Tékklandi, AC PAOKk Grikklandi, Skara HF Svíþjóð, HC Galychanka Lviv Úkraínu, Jomi Salerno Ítalíu, ZRK Borac Bosníu, KHF Vushtrria Kósovó, WHC Vardar Norður Makedóníu, Maccabi Arazim Ramat Gan Ísrael, LK Zug Sviss, UHC Stockerau Austurríki, ACME-Zalgiris Kaunas Litháen, Azeryol HC Asebadsjan, HB Dudelange Lúxemborg, Dicken Finnlandi, ZRK Mlinotest Ajdovscina Slóveníu, H71 Færeyjum, Iuventa Michalovce Slóvakíu, Rocasa Gran Canaria Spáni, Bekament Bukovicka Banja Serbíu, JuRo Unirek VZV Hollandi, Izmir BSB SK Tyrklandi, Alavarium Love Tiles Portúgal, TJ Sokol Pisek Tékklandi.


Í neðri styrkleikaflokki verða:
Valur, ÍBV, AESH Pyela Grikklandi, Kristianstad HK Svíþjóð, SSV Brixen Südtirol Ítalíu, RK Hadzici Interlogistic Bosníu, KHF Istogu Kósovó, WHC Metalurg Norður Makedóníu, Spono Eagles Sviss, BT Füchse Powersports Austurríki, HC DAC Dunajska Streda Slóvakíu, HV Quintus Hollandi, ARC Alpendorada Portúgal, HK Hodonon Tékklandi, AEP Panorama Grikklandi, AC Life Style Handball Erice Ítalíu, HRK Grunde Bosníu, KHF Prishtina Kósovó, WHC Cair Skoje Norður Makedóníu, HSC Kreuzlingen Sviss, Roomz JAGS WV Austurríki, Ali-Best Espresso Mestrino Ítalíu, KHF Ferizaj Kósovó, Westfriesland SEW Hollandi, ZRK Despina Prilep Norður Makedóníu.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -