Jakob ráðinn þjálfari ÍR

Matthias Imsland, formaður handknattleiksdeildar ÍR og Jakob Lárusson t.h. Mynd/ÍR

Jakob Lárusson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs ÍR í handknattleik. Handknattleiksdeild ÍR greinir frá þessu og segir jafnframt að ekki sé tjaldað til einnar nætur þar sem Jakob hafi skrifað undir þriggja ára samning.


Jakob er öllum hnútum kunnugur í þjálfun. Síðast þjálfaði hann meistaraflokk FH og kom liðinu upp í Olísdeild. Hann kaus hinsvegar að segja starfi sínu lausu á miðju keppnistímabili. Einnig hefur Jakob þjálfað hjá Val.

„Ráðningin er hluti af þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað hjá félaginu og byggist á því góða starfi sem unnið hefur verið undanfarið ár. Markmiðið er að komast upp í Olísdeildina á næsta ári og með Jakobi erum við að fá þjálfara sem er m.a. þekktur fyrir að vinna með einstökum leikmönnum sem hafa bætt sig verulega undir hans stjórn,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍR.


Jakob tekur við af Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni sem stýrði liðinu með góðum árangri á leiktíðinni en m.a. komst ÍR í undanúrslit umspils Olísdeildar hvar liðið tapði eftir oddaleik fyrir Gróttu. Ekki er nema ár síðan að til stóð að leggja meistaraflokkslið ÍR niður vegna fjárhagserfiðleika.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -