Jakob tekur við Kyndli

Jakob Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Kyndils í Færeyjum frá og með komandi leiktíð. Mynd/Facebook

Jakob Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Kyndils í Þórshöfn í Færeyjum en liðið varð bikarmeistari á nýliðinni leiktíð og hafnaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni. Frá þessu greinir félagið í kvöld í tilkynningu á Facebook-síðu sinni en nokkur aðdragandi hefur verið að ráðningu Jakobs. M.a. sagði handbolti.is frá því um miðjan apríl að færeyskt félagslið renndi hýru auga til þjálfarans vaska.


Jakob er þrautreyndur þjálfari sem hefur þjálfað víða hér á landi um árabil. M.a. var hann þjálfari kvennaliðs FH þegar það vann sér sæti í Olísdeildinni vorið 2020. Síðasta þjálfaði Jakob kvennalið ÍR. Jakob hefur komið að þjálfun fleiri liða, ekki síst í yngri flokkum.


Með ráðningu Jakobs ætla forráðamenn Kyndils sér enn stærri hluti en áður á næsta keppnistímabili.


Jakob sagði í skilaðboðum til handbolta.is í kvöld að hann væri í sjöunda himni yfir að hafa náð samningi við Kyndil. Fleiri lið hafi verið verið í sigtinu en niðurstaðan hafi verið sú að taka slaginn með Kyndilsliðinu.


Kyndill hefur árum saman verið með eitt öflugasta handknattleikslið Færeyja, hvort heldur í kvenna- eða karlaflokki. Kvennaliðið nú er blanda af yngri og eldri leikmönnum.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -