- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jovanovic skaut ÍBV í undanúrslit

ÍBV heldur áfram að gera það gott í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir
- Auglýsing -

ÍBV tryggði sér fjórða og síðasta sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í kvöld. Marija Jovanovic sá til þess þegar hún skoraði sigurmarkið eftir að leiktíminn var úti í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum, 27:26. ÍBV hafði þá ekki skorað mark nærri 10 mínútur.


Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir vann vítakast fyrir ÍBV sem var með boltann síðustu 30 sekúndur viðureignarinnar. Helena Rut Örvarsdóttir jafnaði metin, 26:26, þegar um 45 sekúndur voru til leiksloka. Var það fimmta mark Stjörnunnar í röð.


Auk ÍBV verða Valur, Fram og ríkjandi bikarmeistarar KA/Þórs í undanúrslitum að þessu sinni en undanúrslitaleikirnir fara fram miðvikudaginn 9. mars á Ásvöllum í Hafnarfirði. Dregið verður í undanúrslit á morgun.


ÍBV-liðið var sterkara lengst af í fyrri hálfleik en Stjörnuliðið var aldrei langt undan. Aðeins munaði einu marki í hálfleik, 14:13, ÍBV í vil.


Framan af síðari hálfleik var Eyjaliðið mun öflugra og virtist ætla að vinna spennulítinn sigur. Annað kom á daginn. Tólf mínútum fyrir leikslok var sex marka munur, 25:19. Þá hófst áhlaup Stjörnunnar sem ÍBV gekk illa að svara.


Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 11/9, Elísa Elíasdóttir 5, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Lina Cardell 4, Sunna Jónsdóttir 2, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 8/1, 27,6% – Erla Rós Sigmarsdóttir 2, 28,5%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 10, Eva Björk Davíðsdóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Elíasbet Gunnarsdottir 2, Anna Karen Hansdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 14, 36,8%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -