- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA komið upp í þriðja sæti

Jóhann Geir Sævarsson, leikmaður KA, á fullri ferð í leiknum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA-menn gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta lið Olísdeildarinnar, Hauka, með tveggja marka mun í KA-heimilinu í kvöld, 30:28. Þar með tyllti KA-liðið sér í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir 11 leiki og er aðeins þremur stigum frá Haukum sem eru efstir og tveimur stigum frá FH sem er í öðru sæti. Þetta var fyrsta tap Hauka í deildinni síðan í fjórðu umferð er þeir biðu lægri hlut í viðureign sinni við Val.


KA-menn voru sterkari á heimavelli í kvöld. Þeir nutu þess m.a. að leika góð vörn í fyrri hálfleik auk þess að vera með markvörð sem var vel með á nótunum. Færeyingurinn Nicholas Satchwell varð alls 10 skot í hálfleiknum meðan markverðir Hauka voru ekki alveg með á nótunum. KA hafði tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:14.


Haukar komust aldrei yfir í síðari hálfleik. KA hélt eins til fjögurra marka forskoti frá upphafi til enda. Þótt ekki væri af annarri ástæðu er óhætt að segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður þegar upp var staðið. Leikmenn KA sýndu enn einu sinni að þeir eru illviðráðanlegir og ekki síst á heimavelli. Árni Bragi Eyjólfsson átti stórleik og skoraði 10 mörk í 13 skotum, þar af sex mörk í síðari hálfleik. Jóhann Geir Sævarsson var sterkur, ekki síst í fyrri hálfleik.


Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 10/2, Jóhann Geir Sævarsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Áki Egilsnes 4, Einar Birgir Stefánsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 15, 34,9%.
Mörk Hauka: Þráinn Orri Jónsson 8, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3/2, Jakob Aronsson 3, Darri Aronsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 5, 26,3% – Björgvin Páll Gústavsson 4, 21,1%.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -