Stjarnan lagði KA, 32:27, í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld og færðist upp í sjöunda sæti deildarinnar eins og fjallað er um hér.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var eins og venjulega með myndavélina á lofti í KA-heimilinu í kvöld og sendi handbolta.is myndir þær sem birtast hér með. Er Agli Bjarna þakkað kærlega fyrir sendinguna.
1 of 14

Jón Heiðar Sigurðsson, leikmaður KA, í þann mund að skora eitt fjögurra marka sinn í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Adam Thorstensen átti stórleik í síðari hálfleik í marki Stjörnunnar í kvöld. Hér ver hann skot frá Jóhanni Geir Sævarssyni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hafþór Már Vignisson freistar þess að finna leið framhjá Nicholas Satchwell, markverði KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Patrekur Stefánsson, leikmaður KA, sækir að Brynjari Hólm Grétarssyni, leikmanni Stjörnunnar, eftir að hafa snúið á Hafþór Má Vignisson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA fer yfir málin með Árna Braga Eyjólfssyni og Einari Birgi Stefánssyni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Það hillir undir að keppni á Íslandsmótinu í handknattleik hefjist fljótlega. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson