- Auglýsing -

KA sýndi enga miskunn í Kórnum

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, leggur línurnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA-menn sýndu nýliðum HK enga miskunn í Kórnum í kvöld í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir fögnuðu góðum sigri, 28:25, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir, 27:18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Nýliðunum tókst aðeins að klóra í bakkann á lokakaflanum en ljóst að sviðsskrekkurinn sem var í þeim gegn Fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn hefur ekki rjátlað af þeim.


Viðureignin í Kórnum í kvöld var jöfn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tóku leikmenn KA völdin í leiknum og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þeir hertu tökin jafnt og þétt í síðari hálfleik og tryggðu sér kærkomin stig í upphafsleik sínum í Olísdeildinni á þessari leiktíð.


HK-menn eiga talsverða vinnu fyrir dyrum við að bæta sinn leik. Vissulega var það áfall fyrir liðið að missa Símon Michael Guðjónsson úr leik gegn Fram. Engu síður er ljóst að stoppa verður í fleiri göt í varnarleiknum jafnt sem sóknarleiknum á komandi mánuðum.


Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Sigurður Jefferson Guarino 4/1, Sigurvin Jarl Ármannsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Bjarki Finnbogason 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Styrmur Máni Arnarsson 1, Karl Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 18, 39,1%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6/3, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Allan Norðberg 1, Pætur Mikkjalsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 18, 41,9%.

Öll tölfræði leiksins er á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -