- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór deildarmeistari í fyrsta sinn

Deildarmeistarar KA/Þórs í Olísdeild kvenna 2021 taka við bikarnum í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

KA/Þór er deildarmeisari í Olísdeild kvenna í handknattleik í fyrsta skipti eftir að liðið gerði jafntefli við Fram, 27:27, í frábærum handboltaleik í lokaumferðinni á heimavelli Framara í dag. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KA/Þór vann fyrri leikinn, 27:23, þá vinnur liðið titilinn á úrslitum innbyrðis leikja.

Fram var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12, en frábær leikur KA/Þórs liðsins í síðari hálfleik kom þeim á bragðið þannig að það vann upp forskotið og jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Eftir það var leikurinn í járnum til loka.

Fram-liðið hóf leikinn af miklum krafti. Stemningin var góð innan liðsins og leikurinn gekk vel á báðum endum vallarins. Heimaliðið þurfti minna að hafa fyrir mörkum sínum. Þórey Rósa stimplaði sig inn snemma með þremur mörkum á fyrsta stundarfjórðungnum. Hún er nýlega byrjuð að leika á ný eftir barnsburð seint á síðasta ári. Fyrrgreind Karen kunni því vel að vera búin að fá vinkonu sína til baka því hún fóðraði Þóreyju á sendingum sem skiluðu nær undantekningarlaust marki.

Deildarmeistarar í Olísdeild kvenna 2021, lið KA/Þórs. Mynd/HSÍ


Eftir stundarfjórðung var Fram-liðið þremur mörkum yfir 9:6, og Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, sá þann kost vænstan að taka leikhlé. Ekkki tókst KA/Þór að snúa stríðsgæfunni með sér eftir leikhléið. Hraður leikur Fram-liðsins færði því aukið forskot gegn slökum varnarleik og engri markvörslu KA/Þórsliðsins á sama tíma og Sara Sig Helgadóttir stóð vaktina með ágætum í marki Fram.


KA/Þórsliðið hóf síðari hálfleik af miklum ákafa. Vörnin tók stakkaskiptum frá fyrri hálfleik og Matea Lonac vaknaði í markinu eftir daufan fyrri hálfleik. Liðið vann sig úr vandræðum fyrri hálfleiks. Náði upp meiri hraða og minnkað muninn í tvö mörk fljótlega. Efir stundarfjórðung var staðan, 22:20, og leikurinn opinn á nýjan leik.


Ásdís Guðmundsdóttir jafnaði metin úr vítakasti, 24:24, þegar réttar 10 mínútur voru til leiksloka.


Fimm og hálfri mínútu fyrir leikslok vann Karen boltann í vörninni og skoraði í autt mark KA/Þórsliðsins sem var manni færra. Staðan 27:26, fyrir Fram. Áður en Karen skoraði hafði KA/Þór fengið tvær sóknir til að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum en sendingar bilað í bæði skipti. Spennan var rafmögnuðu síðustu mínúturnar.

Martha Hermannsdóttir þess albúin að lyfta deildarbikarnum í Framhúsinu í dag.MyndHSÍ


Rut Arnfjörð Jónsdóttir jafnaði metin, 27:27, eftir talsverða mæðu þegar mínúta var eftir.
Fram fór í sókn sem skilaði ekki árangri og KA/Þór hélt boltanum síðustu sekúndurnar og steig skiljanlega mikinn dans í leikslok auk þess sem leikmenn brustu í söng.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 9, Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 8, 30,8% – Kartrín Ósk Magnúsdóttir 3, 25%.
Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 9, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 8/1, Ásdís Guðmundsdóttir 4/2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7, 25%. Sunna Guðrún Pétursdóttir 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -