- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór áfram í þriðju umferð

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs á æfingu í keppnishöllinni í Istogu. Mynd/Siguróli
- Auglýsing -

KA/Þór lagði í dag KHF Istogu í annarri viðureign liðanna með 37 mörkum gegn 34. KA/Þór sigraði þar með í viðureignunum tveimur samanlagt, 63-56, og fer því áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið verður í þriðju umferð eftir næstu helgi. KA/Þór vann fyrri leikinn í gær, 26:22, en báðir leikirnir fóru fram í Istogu í Kósovó.

Íslands- og bikarmeistararnir hófu leikinn af krafti og náðu fljótt þriggja marka forystu eftir nokkurra mínútna leik en staðan var 5-2 eftir fimm mínútna leik. Áfram jókst forskotið og var staðan 12-5 eftir fimmtán mínútur. Að loknum fyrri hálfleik leiddi KA-Þór með níu mörkum, 24-15.

Seinni hálfleikur hófst með miklum krafti og Akureyringar bættu enn í og náðu mesti 12 marka forystu, 29-17 og 30-18 þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. KHF Istogu lagði þó ekki árar í bát og tókst að mjatla niður muninn smátt. Átta mörkum munaði, 32-24, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Áfram hélt KHF Istogu að bæta við mörkum, þá helst í gegnum Esmu Muratovic sem átti stórleik og skoraði 16 mörk, á meðan lítið gekk í sóknarleik KA-Þórs og stóðu leikar 32-29 þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Þá tókst Önnu Mary Jónsdóttur að enda markaþurrð KA/Þórs og breytti stöðunni í 33-29. Anja Bojanic setti hins vegar í kjölfarið boltann tvisvar í mark KA/Þórs með skömmu millibili. Staðan þannig 33-31 þegar 5 mínútur voru eftir og Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, tók leikhlé. Á endanum tókst KA/Þór að halda KHF Istogu frá sér og sigraði með 37 mörkum gegnum 34.

Markahæst hjá KA/Þór var Rakel Sara Elvarsdóttir með 7 mörk. Næst á eftir henni var Martha Hermannsdóttir með 6 mörk og þar á eftir Unnur Ómarsdóttir með 5 mörk. Þær Sólveig Kristjánsdóttir, Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttur skoruðu 3 mörk hver. Telma Lísa Elmarsdóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggadóttir voru allar með 2 mörk. Þá skoruðu þær Anna Mary Jónsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir eitt mark hver.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -