- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór var sterkara á endasprettinum

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, og leikmenn hans eru lagðir af stað landsleiðina frá Akureyri. Ekkert varð af flugi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar KA/Þórs standa vel að vígi eftir sigur í fyrri leiknum við lands- og bikarmeistarar Kósovó, KHF Istogu, 26:22, í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna í Istogu í kvöld. Heimaliðið var marki yfir í hálfleik, 12:11. Liðin mætast öðru sinni á sama stað á morgun kl. 16.


Leikurinn í dag var hnífjafn þar til á allra síðustu mínútum að Íslandsmeistararnir stungu sér fram úr og tryggðu sér góðan sigur. Istogu byrjaði betur og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum viðureignarinnar. Eftir að KA/Þór jafnaði má segja að jafnt hafi verið á öllum tölum þar til Sofie Söberg Larsen kom KA/Þór tveimur mörkum yfir, 17:15, um miðjan síðari hálfleik. Leikmenn Istogu jöfnuðu metin og áfram var stál í stál.


Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Aldís Ásta Heimisdóttir rautt spjald vegna þriðju brottvísunar. Við þetta herti KA/Þórsliðið róðurinn. Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði tvö mikilvæg mörk sem komu Íslands- og bikarmeisturunum inn á beinu brautina á lokakaflanum.


Martha Hermannsdóttir skoraði fyrsta mark KA/Þórs í Evrópukeppni á þriðju mínútu. Minnkaði hún muninn í 2:1. Sögulegt mark fyrir Mörthu og KA/Þórsliðið.


Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 8, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Sofie Söberg Larsen 4, Martha Hermannsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 14.



Handbolti.is fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu sem sjá má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -