Karen Tinna skrifar undir tveggja ára samning

Karen Tinna Demian verður áfram hjá liði ÍR. Mynd/ÍR

Handknattleikskonan Karen Tinna Demian hefur framlengt samning sinn við Grill66-deildar lið ÍR um tvö ár. Handknattleiksdeild ÍR sagði frá þessu í morgun.


Karen Tinna, sem getur leikið sem miðjumaður og skytta vinstra megin, var ein af lykilleikmönnum ÍR á síðasta keppnistímabili eftir að hún kom á ný til liðsins síðla í október eftir nokkra veru hjá Stjörnunni. M.a. var Karen Tinna markahæsti leikmaður ÍR-liðsins á keppnistímabilinu með 110 mörk í 16 leikjum og um leið sú sjötta markahæsta í Grill66-deildinni þrátt fyrir að hafa ekki leikið fjóra fyrstu leiki ÍR-liðsins.


ÍR hafnaði í öðru sæti í Grill66-deildarinnar og komst í úrslit umspilsins um sæti í Olísdeildinni í vor en beið lægri hlut fyrir HK.


Sólveig Lára Kjærnested, fyrrverandi landsliðskona, var ráðin þjálfari ÍR-liðsins á dögunum.


„Það er handknattleiksdeild ÍR mikið gleðiefni að hafa Karen Tinnu áfram í sínu liði,“ segir m.a. í tilkynningu.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -