- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen verðskuldað valin sú mikilvægasta

Karen Knútsdóttir verður ekkert með Fram á keppnistímabilinu sem er nýlega hafið. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik sem lauk í gærkvöld með að Karen og samherjar hennar voru krýndir Íslandsmeistarar.


Valið á Karen kom engum þeirra sem fylgdist með úrslitakeppninni í opna skjöldu. Hún fór hreinlega á kostum í hverjum leiknum á fætur öðrum.

Samkvæmt niðurstöðu tölfræðiveitunnar HBStatz þá skoraði Karen 8,5 mörk að jafnað í leik, átti 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýting hennar var 77%.

Karen Knútsdóttir með veðlaunagripinn sem hún fékk fyrir að vera valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar kvenna 2022. Mynd/Mummi Lú


Karen fékk 8,9 í einkunn fyrir leikina þegar búið að að taka með í reikninginn alla tölfræðiþætti leikjanna sem eru fleiri en þeir sem þegar hafa verið taldir upp.


Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Karenar með meistaraflokki Fram. Hún varð meistari með Fram 2018 eftir að hafa flutt heim árið áður að loknum nokkrum árum í atvinnumennsku í handknattleik í Danmörku, Frakklandi og í Þýskalandi.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -