- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Kippi mér ekki upp við þetta“

Janus Daði Smárason á fullri ferð í leik með Göppingen á síðasta keppnistímabili. Mynd/Frisch auf Göppingen
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason lék ekkert með þýska liðinu Göppingen í gær þegar það mætt Stuttgart í leik um þriðja sætið á æfingamóti sem nokkur þýsk félagslið hafa staðið fyrir síðustu vikur.

Janus Daði finnur til eymsla í öxl en hann kippti sér ekki upp við það þegar handbolti.is hafði samband við hann í morgun. Sagði þetta hafa fylgt sér um nokkurt skeið, í raun væri að ræða gamla sögu og nýja, því miður.

„Ég þarf að hvíla í nokkra daga. Þetta er ekkert alvarlegt. Ég er alltaf í endalausri baráttu við aðra öxlina svo ég kippi mér ekki upp við þetta,“ sagði Janus Daði af yfirvegun.

Janus Daði kom til Göppingen í sumar eftir þriggja ára veru hjá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold hvar hann lék stórt hlutverk. Miklar vonir eru bundnar við Selfyssinginn hjá suður-þýska liðinu. Göppingen-liðið hefur ekki staðið undir ýtrustu væntingum forsvarsmanna þess síðustu árin þótt talsvert hafi verið lagt í sölurnar.

Keppni í þýsku 1. deildinni, eða úrvalsdeildinni eins og hún er stundum kölluð hér á landi, hefst um mánaðarmótin. Óvenjumikið leikjaálag verður á leikmönnum liðanna og þjálfurum á leiktíðinni þar sem 20 lið skipa nú deildina í fyrsta sinn. Það þýðir 38 leiki á hvert þeirra, auk bikarleikja til viðbótar við að sum liðanna eiga einnig sæti í Evrópukeppni félagsliða af ýmsu tagi. Vegna þess hversu seint deildarkeppnin hefst sökum covid19 þá mun hún standa yfir til loka júní á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -