- Auglýsing -
- Auglýsing -

Klippt á EM-drauminn í upphitun

Helena Elver fyrir miðri mynd, í leik með Odense gegn Györ í Meistaradeild Evrópu í vetur. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska handknattleikskonan Helena Elver varð að draga sig út úr landsliðinu í morgun eftir að staðfest var að hún sleit krossband í hné í upphitun fyrir vináttuleik danska og norska landsliðsins í Vejle í gærkvöldi.

Elver er 22 ára gömul skytta sem hefur slegið í gegn með Odense Håndbold á keppnistímabilinu. Jafnt í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er í toppbaráttu, og í Meistaradeild Evrópu. Hún mun ekki leika á ný með Odense Håndbold fyrr en við upphaf næstu leiktíðar. Elver kom til Odense Håndbold í sumar frá Århus United. EM2020 átti að vera hennar fyrsta stórmót með A-landsliðinu.


Laura Damgaard frá Viborg HK var kölluð inn í danska hópinn í morgun. Hún verður ekki með liðinu í kvöld þegar það mætir norska landsliðinu öðru sinni í vináttuleik í Vejle. Damgaard fer í skimun fyrir kórónuveiru í dag og kemur ekki formlega inn í danska hópinn fyrr en niðurstaða þess liggur fyrir.

Eins og kom fram á handbolti.is þá unnu Norðmenn leikinn í gærkvöld, 27:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -