- Auglýsing -
- Auglýsing -

Knúinn til að hætta

Mattias Zachrisson t.v. sækir að Raul Entrerrios í úrslitaleik Svía og Spánverja á EM 2018 í Króatíu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski landsliðsmaðurinn og leikmaður Füchse Berlin, Mattias Zachrisson, hefur ákveðið að hætta í handknattleik. Hann hefur átt í langvinnum meiðslum í vinstri öxl og því miður virðist ekki mikil von um að hann nái sér af þeim, alltént ekki svo vel að hann geti leikið handknattleik sem atvinnumaður á nýjan leik.

Af þessu sökum hefur Zachrisson ákveðið að láta gott heita. Hann hefur verið frá keppni síðan sumarið 2019.

Zachrisson er hægri hornamaður. Hann stendur á þrítugu og hefur verið í herbúðum Füchse Berlin í sjö ár. Zachrisson var í sænska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2012 og á EM sex árum síðar. Alls eru landsleikir hans 127 og mörkin 306. Með Füchse Berlin lék Zachrisson 162 leiki og skoraði 463 mörk. Zachrisson lék með Guif frá 15 ára aldri þar til hann gekk til liðs Berlínarliðið sumarið 2013.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -