- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kom af krafti til leiks

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir mætti spræk til leiks í dag með Bayer Leverkusen eftir að hafa verið frá keppni síðan í byrjun febrúar að hún fór í speglun á hné vegna meiðsla. Hún kom af krafti inn í sigurleik Leverkusen á Neckarsulmer, 30:28, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.


Hildigunnur skoraði tvö mörk í jafnmörgum skotum auk þess að verja tvö skot í vörninni.


Með sigrinum fór Leverkusen upp í níunda sæti deildarinnar úr því ellefta með 21 stig að loknum 22 leikjum. Neckarsulmer, sem Birna Berg Haraldsdóttir lék með á síðustu og þar síðustu leiktíð, er í sjötta sæti 12 stigum á undan Leverkusen.


Dortmund hefur yfirburði í deildinni. Liðið hefur unnið alla 23 leiki sína í deildinni og er sjö stigum stigum á undan Bietigheim sem var að vinna Bensheim-Auerbach.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -