- Auglýsing -

Komnir til Slóvakíu eftir 44 stunda ferðalag

Roland Eradze og Gintaras Savukynas við komuna til Slóvakíu í dag. Mynd/Facebook

Roland Eradze og Gintaras Savukynas eru komnir heilu og höldnu til Slóvakíu. Sá síðarnefndi greindi frá þessu fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Savukynas segir 44 klukkustundir hafa liðið frá að þeir lögðu af stað frá Zaporizhia þangað til þeir voru komnir heilu og höldnu yfir landamærin til Slóvakíu, nánar tiltekið í Užgorodas.


Báðir voru þeir í Zaporizhia í suðausturhluta Úkraínu hvar Savukynas er þjálfari meistaraliðs landsliðsins í handknattleik karla, HC Motor, og Roland er aðstoðarþjálfari.


Roland er íslenskur ríkisborgari og á eiginkonu og börn hér á landi. Savukynas er Litái en bjó hér á landi um langt árabil í kringum aldamótin og lék handknattleik með nokkrum liðum við góðan orðstír auk þjálfunnar. Hann var m.a. íþróttamaður Aftureldingar 1999.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -