Kría staðfestir – fékk hvergi inni – víti til varnaðar

Lið Kríu sem vann sér sæti í Olísdeildinni eftir umspilsleiki við Víkinga byrjun sumars. Mynd/Ívar

Handknattleiksdeild Kríu hefur staðfest að liðið ætlar ekki að taka sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Í yfirlýsingu sem send var út í dag, segir m.a. að ákvörðunin hafi ekki verið tekin af léttúð heldur eftir þrotlausa leit að húsnæði meðal átta íþróttafélaga og ýmissa bæjarfélaga eftir að ljóst varð að liðið fengi ekki inni til æfinga og keppni í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.


Leitað hafi verið hófanna hjá átta íþróttafélögum og ýmsum bæjarfélögum „með það að markmiði að komast að, æfa og verða fulltrúar þeirra í efstu deild handboltans,“ eins og segir orðrétt í yfirlýsingu Kríu. Sú leit bar ekki árangur.


Stefnan hafi alltaf verið frá upphafi að taka sæti í Olísdeildinni þrátt fyrir „orð ýmissa sófasérfræðinga sem haldið hafa öðru fram síðastliðna daga og í raun frá upphafi.“

„Ævintýrinu er því lokið, við viljum trúa því að margir af þeim hlutum sem við gerðum hafi breytt landslaginu, félög séu komin með nýstárlegar aðferðir til að koma liði sínu og samstarfsaðilum á framfæri og geri leikinn enn skemmtilegri.

Við vonum einnig að Kría verði íþróttahreyfingunni víti til varnaðar. Ný lið í dag eru ekki velkomin, þau raska of miklu og enginn vettvangur er fyrir ný lið að feta sér rúms og ná árangri. Það er okkar von að uppgangur Kríu auðveldi næsta nýja liði sem er til í að taka slaginn að komast að,“ segir orðrétt í yfirlýsingu Kríu sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan.

Stormasamir mánuðir eru að baki sem lituðust af bæði gleði og sigrum, reiði og vonbrigðum. Við tilkynnum hér með Kría mun ekki leika í Olís deild þeirra bestu á komandi keppnistímabili.

Handknattleikslið Kríu hóf vegferð sína fyrir 2 keppnis tímabilum síðan þegar vinahópur af Seltjarnarnesi smalaði sér saman á nýjan leik eftir að hafa unnið glæsta sigra í yngri flokkum á árum áður og bjuggu til vettvang fyrir leikmenn til að stunda handknattleik í meistaraflokki án þeirra skuldbindinga sem því fylgir hér á landi. Þar að auki var markmið liðsins að breyta leiknum og sýna fram á hvað er hægt að gera í markaðssetningu íþróttaliðs og umgjörð með því að nota nýstárlegar aðferðir. Við teljum að Kría hafi á skömmum tíma orðið eitt umtalaðasta íþróttalið landsins og stóðum framar öðrum í auglýsingum, leikmanna tilkynningum og almennt á samfélagsmiðlum. Þá var Kría eina lið landsins sem spilaði með merki átaksins «Breytum leiknum» á búningum sínum.

Segja má að uppgangurinn hafi verið ævintýralegur en á 2 árum tókst Kríu, nýstofnuðu liði með ekkert bakland að vinna sér sæti í deild þeirra bestu, eitthvað sem mörg lið reyna í fjölmörg ár, eyða gríðarlegum fjárhæðum í  auk hundruði klukkustunda af æfingum. Við náðum klárlega að sýna að til eru fleiri en ein leið til að ná árangri og ekki er þörf að gera hlutina eins alls staðar.

Vikurnar eftir að liðið tryggði sæti sitt í deildinni hófu forsvarsmenn liðsins strax vinnu við þátttöku liðsins í Olís-deildinni enda var alltaf stefnan frá upphafi sett á að taka þátt, þrátt fyrir orð ýmissa sófasérfræðinga sem haldið hafa öðru fram síðastliðna daga og í raun frá upphafi.

Brekkan sem er brött fyrir flest íþróttalið landins varð töluvert brattari en gert var ráð fyrir í upphafi. Fyrrum samstarfsfélag okkar, Grótta, sá okkur ekki sem verðugan samstarfsaðila fyrir komandi vetur og töldu kröfu okkar um 2x æfingatíma í viku og 11 heimaleiki yfir 10 mánaða tímabil til of mikils ætlað og þrátt fyrir að við höfum spilað stoltir með merki Seltjarnarness á bringunni þá höfðu bæjaryfirvöld takmarkaðan áhuga að beita sér í málinu og urðum við því án heimavallar. 

Forsvaramenn liðsins létu ekki deigan síga og ræddu við 8 íþróttafélög og ýmis bæjarfélög með það að markmiði að komast að, æfa og verða fulltrúar þeirra í efstu deild handboltans. 

Tíminn leið, fleiri félög afþökkuðu að bjóða okkur æfingatíma og völl til að spila á og ljóst var í hvað stefndi. Við töldum okkur ekki getaði tekið meiri tíma í þessa vinnu af virðingu við þá sem tækju okkar sæti í deildinni enda vitum við vinnuna sem þarf að ráðast í til að undirbúa lið í efstu deild, það skal þó tekið fram að Kría tafði aldrei að koma ákvörðun sinni til skila heldur unnum við baki brotnu í leit að húsi fram að síðustu stundu.

Ævintýrinu er því lokið, við viljum trúa því að margir af þeim hlutum sem við gerðum hafi breytt landslaginu, félög séu komin með nýstárlegar aðferðir til að koma liði sínu og samstarfsaðilum á framfæri og geri leikinn enn skemmtilegri.

Við vonum einnig að Kría verði íþróttahreyfingunni víti til varnaðar. Ný lið í dag eru ekki velkomin, þau raska of miklu og er enginn vettvangur er fyrir ný lið að feta sér rúms og ná árangri. Það er okkar von að uppgangur Kríu auðveldi næsta «nýja liði» sem er til í að taka slaginn að komast að. 

Kría 4 life.“

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -