- Auglýsing -
- Auglýsing -

Króatar hafa ekki gleymt stuðningi Íslendinga

Króatarnir með þakkarborðann í keppnishöllinni í Búdapest í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Það er ekki eingöngu íbúar Eystrasaltsríkjanna, Litáen, Lettands og Eistlands, sem minnast þess þegar Ísland gekk fram fyrir skjöldu fyrir liðlega 30 árum og varð fyrst ríkja til þess að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði þeirra.


Króatar voru eitt þeirra ríkja sem áttu í sjálfstæðisbaráttu á árunum eftir 1990 þegar Júgóslavía liðaðist í sundur og upp spruttu nokkur ríki og við tók borgarastyrjöld í nokkrum þeirra sem stóð yfir nær allan tíunda áratuginn.


Hópur Króata strengdi upp borða í keppnishöllinni í Búdapest í gær þegar Ísland og Króatía mættust í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Á borðanum var letrað þakklæti til Íslendinga fyrir að standa við bakið á króatísku þjóðinni þegar hún leitaði að viðurkenningu á sjálfstæði sínu meðal ríkja heima.


Ísland ásamt Þýskalandi, Danmörku, Belgíu, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu (nú Tékkland og Slóvakía), Ungverjalandi og Póllandi tóku saman höndum skömmu fyrir jólin 1991 og viðurkenndu sjálfstæði Króatíu og nágranna þeirra Slóveníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -