- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK mun æfa í tveimur hópum

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK í Olísdeildinni. Mynd/HK
- Auglýsing -

„Við fögnum því fyrst og fremst að mega koma saman til æfinga en hvernig fyrsta æfingin verður er ég ekki alveg viss um ennþá en við munum hittast síðar í dag,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans og spurði hvernig málum yrði háttað í kringum hans lið nú þegar grænt ljós hefur verið gefið til sameiginlegra æfinga á nýjan leik. HK-liðið hefur ekki æft saman í nærri þrjár vikur.

Vlija hafa vaðið fyrir neðan sig


„Við förum að öllu með gát og verður með strangar reglur í upphafi. Til dæmis hefur verið ákveðið að tvískipta leikmannahópnum til að koma í veg fyrir að of stór hópur komi saman í einu ef eitthvað smit kemur upp. Við viljum að minnsta kosti hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ sagði Harri sem að öðru leyti hlakkar til hitta leikmenn sína á nýjan leik en undanfarnar vikur hafa verið helgaðar einstaklingsæfingum og fjarþjálfun.


„Stefnan er að vera með léttar lyftingar, hlaup og skokk auk þess sem leikmenn hita vel upp axlirnar. Um þetta snýst málið fyrst til að byrja með meðan leikmenn mega ekki kasta bolta sín á milli,“ segir Harri og bendir á líkamlegt form og leikform séu tveir aðskildir hlutir.

Gera það besta úr stöðunni


„Vonandi verður rýmkað á reglunum fljótlega eftir mánaðamótin þannig að við getum farið að kasta bolta á milli, skjóta á markverðina og hlaupa saman upp með boltann. Þangað til gerum við það besta úr þeirri stöðu sem uppi er,“ sagði Harri.


Samkvæmt reglum má handknattleiksmaður kasta bolta í vegg, hlaupa eða ganga um með bolta en ekki senda á samherja. Eins má kasta bolta í tómt markið. „Hversu mikið hver og einn fær út úr því skal ég ekki segja um.
Fyrst og fremst er það gleðilegt að fá tækifæri til þess að fara inn og geta lagt fjarþjálfun til hliðar. Það er mikilvægt fyrir sálina jafnt sem líkamann,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -