Lætur kannski gott heita

Stella Sigurðardóttir, heilsar Ásmundi Einari Daðasyni fyrir undanúrslitaleik bikarkeppninnar í mars. Mynd/J.L.Long

Óvissa ríkir hvort handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir leikur með Fram á næsta keppnistímabili. Í samtölum við mbl.is og vísir.is gefur hún í skyn að hún taki ekki upp þráðinn með liðinu eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í annað sinn á ferlinum með Fram í gærkvöld. Stella var burðarás í Íslandsmeistaraliði Fram 2013 áður en hún flutti til Danmerkur.


Stella, sem auk þess að leika með Fram var um árabil í íslenska landsliðinu, tók fram skóna og byrjaði að leika með Fram á miðju síðasta keppnistímabili. Hafði hún þá verið í sjö ár fjarri handknattleiksvellinum eftir að hafa hlotið ítrekuð höfuðhögg undir lok ársins 2013 og í ársbyrjun 2014 sem höfðu verulega áhrif á heilsuna.Eftir að Stella mætti á ný út á völlinn í fyrra hefur hún verið einn besti varnarmaður Olísdeildarinnar og var afar mikilvægur hlekkur í sterkri vörn Fram á keppnistímabilinu sem lauk í gær með sigri Framliðsins. Áður hafði Fram unnið deildarmeistaratitilinn í Olísdeildinni í apríl.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -