- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lagðir af stað til Slóvakíu

Glaðbeittur og vaskur hópur U17 ára landsliðsins sem lagði af stað til Slóvakíu í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið karla í handknattleik, skiptað leikmönnum 17 ára og yngri lagði í morgun af stað til Slóvakíu þar sem fyrir dyrum stendur að taka þátt í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar. Fyrsti leikur íslensku piltanna verður á mánudaginn gegn Króötum en einnig verða danska landsliðið og spænska með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu.


Einungis átta þjóðir fengu boð um þátttöku á leikunum. Í hinum riðlinum verða landslið frá Þýskalandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu.


Leikjadagskrá íslensku strákanna er eftirfarandi:

25.júlí Króatía – Ísland.
26.júlí Ísland – Danmörk.
27.júlí Spánn – Ísland.

Eftir leikina í riðlinum tekur við krosspil við liðin úr hinum riðlinum og síðan leikir um sæti um næstu helgi.

Handbolti.is fjallaði um mótið í neðangreindri frétt á dögunum.


U17 ára landslið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Andri Clausen, FH.
Ari Dignus, FH.
Arnþór Sævarsson, Fram.
Ásgeir Bragi Þórðarson, Haukar.
Bjarki Jóhannsson, Növling.
Daníel Stefán Reynisson, Fram.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Haukar.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kristján Rafn Oddsson, FH.
Kristófer Stefánsson, HK.
Patrekur Þór Guðmundsson, Selfoss.
Róbert Davíðsson, FH.
Viktor Már Sindrason, HK.
Örn Alexandersson, HK.


Arnar Gunnarsson og Grétar Áki Andersen eru þjálfarar liðsins. Björn Ingi Jónsson verður flokkstjóri.

Handbolti.is mun eftir fremsta megni fylgjast með leikjum íslenska liðsins á Ólympíudögunum á komandi dögum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -