- Auglýsing -
- Auglýsing -

Langri bið lauk á Selfossi

Mynd/UMFS/ÞRÁ
- Auglýsing -

Rúmir fimm mánuðir liðu frá því að Íslandsmótið í handknattleik fékk snubbóttan enda þar til næst var flautað til leiks í mótsleik í handbolta hér á landi þegar hið árlega Ragnarsmót var haldið á Selfossi eftir miðjan ágúst. Með ströngum reglum um hegðun þeirra sem komi að leikjum, jafnt utan vallar, sem innan tókst að halda mótið í skugga kórónuveirufaraldursins. 

Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar bæði í karla- og kvennaflokki. Karlalið Hauka kjöldrógu Fram í síðari hálfleik og unnu þegar upp var staðið með 11 marka mun, 33:22, eftir jafnan fyrri hálfleik. Þeir töpuðu síðan fyrir Selfossi, 34:32, en unnu Aftureldingu í úrslitaleik, 27:21.  Aron Kristjánsson stýrði Haukum á ný en sjö ár eru liðin síðan þessi sigursæli þjálfari var síðast við stjórnvölin hjá Hafnarfjarðarliðinu. 

Afturelding varð í öðru sæti, ÍBV í þriðja, Selfoss í fjórða, Fram í fimmta og Stjarnan rak lestina en Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunliðinu í sínum fyrstu mótsleikjum í Hleðsluhöllinni, rúmu ári eftir að hann fagnaði Íslandsmeistaratitli á gólfi hallarinnar sem þjálfari Selfoss. 

Guðmundur Árni Ólafsson, Aftureldingu, var markahæsti maður mótsins. Hnan skoraði 19 mörk. Lárus Helgi Ólafsson, Fram, þótti skara fram úr öðrum markvörðum á mótinu. Adam Haukur Baumruk þótt afbragð annarra varnarmanna og Tjörvi Þorgeirsson, Haukum,  var valinn sóknarmaður mótsins. Atli Ævar Ingólfsson, Selfossi, var valinn besti maður mótsins. 

Kvennalið Hauka fékk einnig nýjan þjálfara í sumar. Hinn þrautreyndi þjálfari Gunnar Gunnarsson tók við liðinu og stýrði því til sigurs á Ragnarsmótinu.  Haukar unnu alla þrjá leikin sína, gegn Fjölni/Fylki, Selfossi og ÍR. Selfoss hafnaði í öðru sæti, Fjölnir/Fylkir varð í þriðja sæti og ungt og efnilegt lið ÍR hreppti fjórða sæti.

Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi, var markadrottning mótsins með 35 mörk. Besti markvörður mótsins var valin Ísabella Schöbel úr ÍR. Svíinn Sara Odden, Haukum, var besti varnarmaðurinn, Lara Zidek úr Selfoss-liðinu var best sóknarkvenna og loks var markadrottningin Tinna Sigurrós valin besti leikmaður Ragnarsmótsins. 

Mótið þótti takast afar vel en vissulega setti fremur óvenjuleg umgjörð mark sitt á mótið. Leikirnir voru sendir út á youtube-rás Selfyssinga og mæltist það afar vel fyrir meðal handboltahungraðra.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -