Lebedevs heldur tryggð við Hörð

Mynd/ J.L.Long

Roland Lebedevs, markvörður, hefur skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði. Lebedevs gekk til liðs við Hörð á miðju síðasta keppnistímabili og hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu.


Lebedevs er þriðji leikmaður Harðar sem skrifar undir áframhaldandi samning við liðið á undanförnum dögum eins og greint hefur verið frá á handbolti.is. Hinir eru Guntis Pilpuks og Raivis Gorbunovs.


Næsti leikur Harðar í Grill 66-deildinni verður gegn ungmennaliði Hauka á miðvikudagskvöldið í íþróttahúsinu Torfnesi.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -