- Auglýsing -

Leikur meistaranna hrundi í síðari hálfleik

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður GOG, er danskur meistari í handknattleik. Mynd/GOG

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold biðu óvænt lægri hlut fyrir Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36:30. Tapið eitt og sér kom mörgum á óvart en ekki síður að Álaborgarliðið, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar, skoraði aðeins níu mörk í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn hrundi.

Að loknum fyrri hálfleik var Álaborgarliðið með átta marka forskot, 21:13. Leikmenn Bjerringbro/Silkeborg skelltu í lás í vörninni í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að Aalborg-liðið skoraði aðeins níu mörk á sama tíma og það fékk á sig 23 mörk.


Aron skoraði eitt mark og átti tvæ stoðsendingar. Lukas Sandell var markahæstur með átta mörk. Jacob Lassen fór á kostum í liði Bjerringbro/Silkeborg og skoraði níu mörk og átti sjö stoðsendingar.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG gefa ekkert eftir. Þeir unnu Kolding, 35:26, á sama tíma og Aalborg tapaði. GOG er þar með komið með fimm stiga forskot í efsta sæti og hefur 31 stig eftir 16 leiki. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14, en leikið var í Kolding.


Íslensku markverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, komu ekki mikið við sögu í leiknum. Viktor Gísli varði 2 skot þann tíma sem hann stóði í marki GOG, 29%, og Ágúst Elí varði 5 skot, þar af var eitt vítakast, 23%.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -