Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, með bylmingsskot í viðureign við FH á dögunum. Mynd/ J.L.Long

Handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, fékk þungt högg í gærkvöld í viðureign Hauka og ÍR þegar hann lenti í samstuði við Eyþór Vestmann, leikmann ÍR. Geir var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.


Í samtali við vísir.is segir Aron Kristjánsson þjálfari Hauka að Geir hafi hlotið heilahristing auk þess sem tönn hafi brotnað. Eyþór fékk tveggja mínútna brottrekstur. Aron segir ennfremur í viðtali við vísi að honum hafi þótt dómurinn vera vægur miðað við það Eyþóri varð á að fara í andlit Geirs. „Einu sinni var alltaf gefið rautt, þrátt fyrir að menn færu óviljandi í andlitið á mönnum,“ sagði Aron í fyrrgreindu viðtali.


Viðbúið er að Geir verði frá keppni um skeið af þessum sökum enda alvarlegt að verða fyrir heilahristingi. Geir er næst markahæsti leikmaður Hauka í Olísdeildinni með 35 mörk í 10 leikjum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...

Enn einn stórsigur HK

HK-liðið hefur verið á sigurbraut um nokkurt skeið í Grill 66-deild karla í handknattleik. Á því varð engin breyting í kvöld þegar...
- Auglýsing -