- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Liðið lék stórkostlega í 50 mínútur“

Elías Már Halldórsson þjálfari Fredrikstad. Mynd/Fredrikstad Bkl.
- Auglýsing -

Elías Már Halldórsson og leikmenn hans í Fredrikstad Bkl. réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Liðið fékk stjörnum prýtt lið Evrópumeistara Vipers Kristiansand í heimsókn í Kongstenhallen í Fredrikstad. Vipers tapar sjaldan leikjum í norsku úrvaldsdeildinni.


Eins og við mátti búast áttu leikmenn Fredrikstad Bkl á brattann að sækja, ekki síst á lokakaflanum. Vipers vann með tíu marka mun, 33:23. Aðeins var fjögurra marka munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:11.


„Við vorum einu marki undir þegar 12 mínútur voru eftir. Upp úr því fengum við við þrjár mjög klaufalegar brottvísanir. Þá missum við leikinn úr höndunum,” sagði Elías Már við handbolta.is.

„Liðið lék stórkostlega í 50 mínútur. Það er ekki auðvelt að mæta liði með 14 landsliðsmenn, en þriggja til fimm marka tap hefði verið eðlileg niðurstaða,“ sagði Elías Már ennfremur en hann tók við þjálfun Fredrikstad Bkl í byrjun júní eftir að hafa stýrt HK til sigurs í Grill66-deild karla nokkrum dögum áður.


Næstu leikur Fredrikstad verður í Skedsmohallen í Lilleström á sunnudaginn gegn Romerike Ravens. „Nú er að safna kröftum fyrir leikinn á sunnudaginn. Við ætlum okkur sigur,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Fredrikstad Bkl við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -