- Auglýsing -
- Auglýsing -

Litáar hættir við Íslandsför – „Mótið er undir hjá þeim“

Ekkert verður af vináttuleikjum við Litáen hér á landi á föstudag og sunnudag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert verður af fyrirhuguðum vináttulandsleikjum við Litáen hér á landi á föstudaginn og á sunnudag áður en íslenska landsliðið í handknattleik karla heldur til Ungverjalands á Evrópumeistaramótið sem þar fer fram.

Forráðamenn handknattleikssambands Litáen tilkynntu HSÍ í hádeginu að þeir gætu því miður ekki komið til Íslands eins og til stóð.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti fregnina við handbolta.is í fyrir stundu.


„Þeir eru hræddir við að ferðast eins og covid ástandið er um þessar mundir. Þeir vilja skiljanlega ekki tefla á tvær hættur og fremur halda sjó heima fyrir eins og lengi og kostur er. Evrópumótið er líka undir hjá þeim eins og okkur,“ sagði Róbert Geir í samtali við handbolta.is.

Útilokað er að verða sér út um aðra leiki héðan af, að sögn Róberts.


Litáar taka einnig þátt í Evrópumeistaramótinu sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu eftir rúma viku. Verður það í fyrsta sinn í 24 ár sem Litáar eiga landslið í lokakeppni EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -