- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lofa að við verðum ekki aftur gripnir í bólinu

Sebastian Alexandersson, þjálfaði Fram á síðasta tímabili. Hann er þjálfari HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

„Við erum allir vonsviknir yfir að hafa ekki fengið bæði stigin af því að við unnum fyrir þeim. Staðreyndin er hinsvegar sú að við getum verið jákvæðir yfir einu og öðru þótt við fengum bara annað stigið. Við skoruðum tuttugu og níu mörk svo dæmi sé tekið,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, þegar handbolti.is hitti hann eftir jafntefli við Stjörnuna í Framhúsinu í gær.


„Við hefðum því miður þurft að komast oftar í vörnina og stilla henni upp til að halda aftur af Stjörnumönnum sem hafa mörg vopn í búri sínu. Við stöðvuðum sjö manna sóknarleik Stjörnunnar mjög vel, nokkuð sem heppnaðist ekki í leiknum á undan gegn Gróttu. Við fengum ítrekuð áhlaup á okkur og stóðum þau af okkur, brotnuðum ekki, héldum haus. Auk þess þá náðum að sækja jöfnunarmark á síðustu sekúndu sem sýnir hugarfarið. Okkar markmið er að vinna áfram að þróa okkar leik til þess að gera okkur betri,“ sagði Sebastian ennfremur.


Sebastian viðurkennir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar Patrekur þjálfari Stjörnunnar breytti yfir í 5/1 vörn þar sem sótt var út á móti hægri skyttunni. „Patti er klókur. Hann breytti um vörn eftir að ég var búinn með öll mín leikhlé, vörn sem ég hafði ekki svar við. Það er ekki hægt búa sig undir allar mögulegar leikaðferðir þegar jafn stutt er á milli leikja og nú er. Ég get hinsvegar lofað því að við látum ekki grípa okkur í bólinu með fimm plús einn vörn.


Ég er bjartsýnn og vinna okkar heldur áfram. Við leggjum metnað í að tapa ekki á heimavelli og það hefur ekkert gerst fram til þessa. Í næstu umferð fáum við annan heimaleik gegn heitasta liðið deildarinnar. Við þurfum að búa okkur vel undir þá viðureign,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram, í samtali við handbolta.is.


Fram mætir KA í Framhúsinu á sunnudaginn klukkan 15 í 12. umferð Olísdeildar karla.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -