Lokahóf Fram: Steinunn heiðruð fyrir 300 leiki – nýr heiðursfélagi

F.v. Hafdís Renötudóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Karen Knútsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir. Mynd/Fram

Lokahóf handknattleiksdeildar Fram var haldið á síðasta fimmtudagskvöld. Þar var fagnað árangri nýliðannar leiktíðar hjá meistaraflokkum félagsins. Kvennalið Fram varð Íslandsmeistari og deildarmeistari í Olísdeildinni.


Veittar voru viðurkenningar til einstaklinga í meistarflokkum karla og kvenna. M.a fékk Steinunn Björnsdóttir viðurkenningu fyrir 300 leiki með Fram.

Sigurður Tómasson formaður Fram ásamt Guðmundi Þór Jónssyni t.h., nýjum heiðursfélaga Fram. Mynd/Fram


Guðmundir Þór Jónsson var gerður að heiðursfélaga Fram. Guðmundur Þór hefur verið óþreytandi í starfi sínu fyrir félagið um langt árabil og er vel að heiðrinum kominn. Þess má geta að Guðmundur Þór verður sextugur síðar í þessum mánuði.

Eftirtaldir leikmenn hlutu viðurkenningu

Meistaraflokkur kvenna:
Skörungur ársins – Hildur Þorgeirsdóttir.
Karakter ársins – Erna Guðlaug Gunnarsdóttir.
Mikilvægasti leikmaðurinn – Hafdís Renötudóttir.
Besti leikmaðurinn – Karen Knútsdóttir.


Meistaraflokkur karla:
Efnilegasti leikmaðurinn – Stefán Orri Arnalds.
Mikilvægasti leikmaðurinn – Breki Dagsson.
Besti leikmaðurinn – Vilhelm Poulsen.

FRAM U kvenna:
Mikilvægasti leikmaðurinn – Tinna Valgerður Gísladóttir.
Besti leikmaðurinn – Svala Júlía Gunnarsdóttir.

FRAM U:
Mikilvægasti leikmaðurinn – Arnór Máni Daðason.
Besti leikmaðurinn – Reynir Þór Stefánsson.


Viðurkenning fyrir leikjaáfanga:
Hafdís Renötudóttir, 100 leikir.
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, 100 leikir.
Harpa María Friðgeirsdóttir, 100 leikir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir. 200 leikir.
Karen Knútsdóttir, 200 leikir.
Hildur Þorgeirsdóttir, 200 leikir.
Steinunn Björnsdóttir, 300 leikir.

Fleiri myndir frá hófinu er að finna á heimasíðu Fram.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -