- Auglýsing -
- Auglýsing -

Maðkur var í mysunni – Afríkukeppninni frestað

Marokkómenn verða gestgjafar Afríkukeppni landsliða. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Afríkukeppni karla í handknattleik karla sem fram átti að fara í Marokkó í janúar hefur verið frestað fram i júní. Ástæða frestunarinnar er ekki kórónuveiran og útbreiðsla hennar heldur virðist hafa verið maðkur í mysunni þegar dregið var í riðla 8. október í Abidjan á Fílabeinsströndinni.
Ekki kemur nákvæmlega fram hvað var óeðlilegt við dráttinn.

Athugasemdir við framvæmd dráttarins bárust frá handknattleikssamböndum Alsír og Sambíu. Eftir rannsókn hefur áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Afríku fallist á athugasemdirnar. Samhliða var samþykkt að dregið verði á ný í riðla og mótinu seinkað fram í júní en það átti að hefjast 13. janúar. Um leið verður á nýjan leik auglýst eftir þátttökuríkjum.

Afríkukeppnin að þessu sinni er einnig forkeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram á að fara í Póllandi og Svíþjóð eftir liðlega ár. Ekki stendur til að færa keppnina frá Marokkó enda eru þarlendir jafn áhugasamir um að halda mótið í júní eins og janúar. Vaxandi áhugi er fyrir handknattleik í Marokkó.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -