- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mætir ekki til leiks fyrr en eftir áramót

Elna Ólöf Guðjónsdóttir, leikmaður HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Útlit er fyrir að Elna Ólöf Guðjónsdóttir leiki ekkert með HK fyrr en eftir næstu áramót. Það staðfesti hún við handbolta.is í dag. Elna Ólöf var ekki með HK í leiknum við Selfoss í fyrstu umferð Olísdeildar á síðasta laugardag og verður ekki með í næstu viðureignum Kópavogsliðsins. Á fjarveru hennar eru skýringar.


„Liðþófi í öðru hné skaddaðist í ágúst og ég þurfti að fara í aðgerð til þess að fá hann lagaðan,“ sagði Elna Ólöf við handbolta.is í dag og bætti við.


„Liðþófinn var saumaður sem þýðir að endurhæfingatíminn verður lengri en ef ekki hefði komið til þess,“ sagði Elna Ólöf ennfremur og sagði aðspurð að útlit væri fyrir að hún leiki ekki með HK fyrr en á nýju ári.


Elna Ólöf hefur undanfarin tvö ár verið ein kjölfesta HK-liðsins sem burðarás í vörninni og öflug á línunni í sóknarleiknum og skoraði 63 mörk í 21 leik í Olísdeildinni á síðasta keppnistímabili. Var hún fyrir vikið valinn í B-landsliðið þegar það tók þátt í æfingamóti í Tékklandi undir lok síðasta árs.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -