- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mættum liði sem vildi keyra upp hraðann með okkur

Elvar Örn Jónsson í leik með Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

„Loksins mættum við liði sem vildi keyra upp með okkur hraðann í stað þess að draga niður tempóið,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður Skjern og landsliðsmaður í handknattleik, við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans vann Óðinn Þór Ríkharðsson og samherja í Holstebro í miklum markaleik á heimavelli, 37:31.

Liðin buðu upp á sannkallaða flugeldasýningu í fyrri hálfleik en í honum voru skoruð 38 mörk. Þar af skoruðu Elvar Örn og félagar 24. „Við fengum mörg hraðaupphlaup og seinni bylgju mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Elvar um atganginn í fyrri hálfleik.

Leikurinn í kvöld var ólíkur þeim sem Skjern var í á síðasta laugardag þegar aðeins var skorað 41 mark á 60 mínútum þegar Skjern vann Ringsted, 22:19 á útivelli. Ringsted er annað af tveimur liðum deildarinnar sem er án stiga.

Elvar Örn segir leikinn í kvöld hafa verið mikið skemmtilegri og ekki spillti fyrir að vinna. „Þegar við náum tempo í okkar leik eru við mjög sterkir.“

Sigurinn í kvöld færði Skjern upp að hlið Mors-Thy í þriðja til fjórða sæti. Hvort lið hefur 11 stig að loknum átta leikjum. Holstebro kemur næst á eftir með 10 stig eins og Bjerringbro/Silkeborg sem á leik til góða á liðin þrjú.

Aalborg er efst með 15 stig og GOG er með 12 stig. Aalborg og Bjerringbro/Silkeborg etja kappi á laugardaginn.

Elvar Örn skoraði þrjú mörk í leiknum. Anders Eggert var markahæstur hjá Skjern með 10 mörk. Norðmaðurinn Eivind Tangen fylgdi fast á eftir með níu mörk.

Óðinn Þór skoraði eitt mark fyrir Holstebro. Hollendingurinn Kay Evert Smits var allt í öllu hjá Holstebro og skoraði 12 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -