- Auglýsing -

Magdeburg tapað stigi – Bjarki Már frábær í Moskvu

Ekki gengur sem best hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum í PAUC í Evrópudeildinni. Mynd/PAUC

Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg tapaði í kvöld sína fyrsta stigi eftir 16 sigurleiki í röð. Magdeburg gerði jafntefli í kvöld við Lorgroni La Rioja, 29:29, á Spáni í Evrópudeildinni í handknattleik. Philipp Weber tryggði liðinu annað stigið er hann jafnaði metin 50 sekúndum fyrir leikslok.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki.


Bjarki Már Elísson fór á kostum í Moskvu þegar Lemgo vann Medvedi, 30:28, í B-riðli Evrópudeildarinnar. Bjarki Már skoraði 10 mörk í 13 skotum og var markahæsti leikmaður vallarins.


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk þegar PAUC tapaði óvænt á heimavelli, 30:25 fyrir Sävehof . Eins og PAUC hefur gengið vel í frönsku 1. deildinni þá hefur liðinu ekki gengið að sama skapi vel í Evrópudeildinni. Færeyska undrabarnið Elias Ellefsen á Skipagötu var atkvæðamikill hjá Sävehof og skoraði m.a. sex mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson fékk nasaþefinn af heimavelli sínum á næsta keppnistímabili þegar núverandi liðs hans, GOG, sótti Nantes heim til Frakklands og tapaði með þriggja marka mun, 27:24. Viktor Gísli stóð í marki Nantes hluta leiksins og varði 2 skot.


Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen töpuðu með átta marka mun í heimsókn sinni til Tatabanya í Ungverjalandi, 31:23.
Úrslit og staðan í riðlum Evrópudeildarinnar í kvöld.

A-riðill:
Tatran Presov – Pfadi Winterthur 29:33.
Bidasoa Iraun – Toulouse 24:26.
Wisla Plock – Füchse Berlin 24:28.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


B-riðill:
Medvedi – Lemgo 28:30.
Cocks – Benfica 32:37.
Nantes – GOG 27:24.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


C-riðill:
PAUC – Sävehof 25:30.
Gorenje Velenje – Nexe 34:28.
Logrono La Rioja – Magdeburg 29:29.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


D-riðill:
AEK Aþena – Eurofarm Pelister 27:30.
Tatabánya – Kadetten 31:23.
Nimes – SPorting 33:27.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -