- Auglýsing -

Magnús Óli og Vignir með á EM í fyrsta sinn

Vignir Stefánsson hitar upp fyrir leikinn í MVM Dome. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Valsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson leika sína fyrstu leiki í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik þegar þeir koma inn í íslenska landsliðið þegar það mætir Frökkum í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í MVM Dome í Búdapest í Ungverjalandi í kvöld. Þeir komu til móts við liðið seinni partinn í gær og náðu ekki inn á æfingu sem var um miðjan dag.

Magnús Óli Magnússon mættur í MVM Dome fyrir leikinn í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Um leið verður þetta fyrsti leikur Vignis á stórmóti í handknattleik karla en hann á átta landsleiki að baki. Magnús Óli var með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan.


Leikmennirnir 14 sem leika fyrir Íslands hönd við Frakka í dag eru:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (42/1).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (29/1).

Aðrir leikmenn:
Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (35/10).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (17/18).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (1/3).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (15/18).
Magnús Óli Magnússon, Valur (12/7).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (5/3).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (60/173).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (43/105).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (23/24).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (25/59).
Vignir Stefánsson, Valur (8/18).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (27/56).

Ýmir Örn verður fyrirliði Íslands í dag eins og á móti Dönum í fyrradag.


Utan hóps eru eftirtaldir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (155/605).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (85/244).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (239/16).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (49/124).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (53/73).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (136/268).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -