- Auglýsing -
- Auglýsing -

Máttu bíta í súra eplið

Lið Ribe-Esbjerg. Íslendingarnir þrír eru framarlega á myndinni, Gunnar Steinn Jónsson, Daníel Þór Ingason og Rúnar Kárason. Mynd/Ribe Esbjerg
- Auglýsing -

Það gekk ekki eins og best var á kosið hjá liðum íslenskra handknattleiksmanna í sjöundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þurftu leikmenn þeirra að bíta í það súra epli að tapa sínum viðureignum.

SönderjyskE, sem Sveinn Jóhannsson leikur með, steinlá á heimavelli fyrir Mors-Thy, 37:25, eftir að sjö mörkum munaði í hálfleik, 20:13. Sveinn lék aðallega í vörninni. Hann átti þó eitt markskot sem ekki rataði í netmöskvana.

Eftir hagstæð úrslit í upphafsumferðum deildarinnar hefur heldur sigið á verri hliðina hjá SönderjyskE upp á síðkastið. Liðið er nú komið í áttunda sæti með sjö stig eftir sjö leiki. 

Rúnar Kárason skoraði eitt mark úr fimm skotum en átti sex stoðsendingar þegar Ribe-Esbjerg tapaði fyrir sterku liði Skanderborg Håndbold í Skanderborg, 29:27. Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark í leiknum en átti tvær stoðsendingar. Daníel Þór Ingason lék eiginlega eingöngu í vörn Ribe-Esbjerg liðsins sem nú situr í 11. sæti af 14 liðum með þrjú stig eftir sjö leiki.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -