- Auglýsing -

Meiddist á hné og kallaður til baka úr láni

Andri Finnsson leikur ekki fleiri leiki með Gróttu, alltént ekki á næstunni. Mynd/Grótta

Valur hefur kallað línumanninn Andra Finnsson til baka úr láni hjá Gróttu. Andri lék einn leik með Gróttu í Olísdeildinni, gegn Fram. Hann meiddist illa á hné á æfingu hjá Gróttuliðinu eftir fyrrgreindan leik. Talið er líklegt að svo geti farið að Andri leiki ekkert meira á þessu keppnistímabili.


Andri var U19 ára landsliði Íslands sem hafnaði í áttunda sæti Evrópumótsins í ágúst á síðasta ári og hafði gert það gott með ungmennaliði Vals í Grill66-deildinni þegar hann var lánaður til Gróttu í lok janúar eftir að Haukar óskuðu eftir að Gunnar Dan Hlynsson sneri til höfuðstöðvanna að lokinni langri vist hjá Seltjarnarnesliðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -