- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Tekst þeim að brjóta ísinn?

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tímabil eftir tímabil hefur Meistaradeild kvenna alið af sér nýjar stjörnur í heimi kvennahandboltans. Spurningin núna er ekki hvort heldur hvaða leikmenn munu ná að brjóta sér leið í fram sviðsljósið og festa sig í sessi sem leikmenn á stóra sviðinu. Við höfum tekið saman þá 10 leikmenn sem við teljum líklega til þess að ná þessu á komandi tímabili. Þessi listi býður uppá margt, allt frá nýliðum til reynslumikilla leikmanna sem hafa til þessa einfaldlega ekki fengið tækifæri í Meistaradeild kvenna. Hér að neðan má sjá síðari fimm nöfnin sem við settum á þennan lista. Fyrri hlutinn var birtur í gærmorgun.

Emily Bölk (FTC-Rail Cargo Hungaria)

Hér er á ferðinni ein mest spennandi félagaskipti sumarsins. Bölk var einfaldlega frábær og sannur leiðtogi í þýska landsliðinu á HM kvenna í desember síðastliðnum. Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur einu sinni tekið þátt í Meistaradeild kvenna, með Thüringer, en þeirri þátttöku lauk eftir riðlakeppnina. Núna hefur hún mikla möguleika á því að komast alla leið inní Final4, úrslitahelgina, og í raun gæti verið púslið sem FTC hefur vantað til þess að ná þangað.

Méline Nocandy, t.v. reynir að stöðva Katrin Gitta Klujber leikmann FTC-Rail Cargo Hungaria. Mynd/EPA

Méline Nocandy (Metz Handball)

Méline Nocandy hefur á undanförnum árum staðið í skugga Grace Zaadi en núna fær hún loksins tækifæri á að eigna sér leikstjórnendastöðuna í liði Metz. Henni verður ekki færð staðan á silfurfati því að Tjasa Stanko gekk til liðs við Metz í sumar og mun veita Méline harða samkeppni. Emmanuel Mayonnade, þjálfari liðsins, er ákveðinn í því að gefa Méline tækifæri til þess að leiða sóknarleik liðsins og það er örugglega eitthvað sem hún er fær um að gera.

Henny Ella Reistad. Mynd/EPA

Henny Reistad (Vipers Kristiansand)

Það er kannski skrítið að sjá Henny á þessum lista en okkur finnst hún enn eiga eftir að láta ljós sitt skína í Meistaradeildinni. Hún vissulega skoraði og skoraði á sínu fyrsta tímabilið í Meistaradeildinni 2018/2019, en alvarleg meiðsli gerðu það að verkum að hún missti nánast af öllu síðasta tímabili. Nú þegar norska liðið hefur bætt við sig öflugum skyttum sitthvorum megin við hana þá er það  líklegt til að verða tímabilið þar sem Henny nær að skrá nafn sitt á meðal stjarna Meistaradeildarinnar.

Yaroslava Frolova . Mynd/EPA

Yaroslava Frolova (Rostov-Don)

Hún afrekaði það að skora í Final4, úrslitahelgi Evrópubikarins, aðeins 17 ára gömul en Frolova hefur beðið lengi eftir tækifærinu á að fá spila í Meistaradeild kvenna. Forráðamenn Rostov-Don ákváðu að fá hana til liðs við félagið eftir að hún vakti verðskuldaða athygli með rússneska landsliðinu  á HM kvenna í Japan á síðasta ári. Frolova mun keppa við hina öflugu Grace Zaadi um leikstjórnenda stöðuna hjá liðnu en ef Frolova fær tækifæri á að sína sig þá er nær öruggt að hún mun bæta einhverju nýju við hið öfluga lið Rostov-Don.

Silje Solberg hinn frábæri norski markvörður. Mynd/EPA

Silje Solberg (Györi Audi ETO KC)

Það kann að vera skrýtið að sjá Silje Solberg á þessum lista. Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er hún að fara spila í Meistaradeildinni í fyrsta skiptið á ferlinum. Og það þrátt fyrir að hafa unnið til verðlauna á Evrópumeistaramótum og heimsmeistaramótum sem og vera valin í úrvalslið mótanna. Þessi vistaskipti hennar til ungverska liðsins gefur henni loksins tækifæri á að taka þátt í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir mikla samkeppni um stöðu markvarðar í Györi þá mun hún án efa spila stórt hlutverk hjá liðnu í vetur eiga  mögulega ná að vinna titilinn eftirsótta í fyrstu tilraun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -