- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Þessum er ætlað að slá í gegn

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tímabil eftir tímabil hefur Meistaradeild kvenna alið af sér nýjar stjörnur í heimi kvennahandboltans. Spurningin núna er ekki hvort heldur hvaða leikmenn munu ná að brjóta sér leið í fram sviðsljósið og festa sig í sessi sem leikmenn á stóra sviðinu. Við höfum tekið saman þá 10 leikmenn sem við teljum líklega til þess að ná þessu á komandi tímabili. Þessi listi býður uppá margt, allt frá nýliðum til reynslumikilla leikmanna sem hafa til þessa einfaldlega ekki fengið tækifæri í Meistaradeild kvenna. Hér að neðan má sjá þá fyrri fimm leikmenn sem við settum á þennan lista. Síðari hlutinn verður birtur á morgun.

Azenaide Carlos (RK Podravka Vegeta)

Við byrjum þetta á óvæntu útspili en Azenaide hefur áður sannað sig sem mikill markaskorari í alþjóðlegum bolta en hún hefur oft tekið þátt Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum fyrir hönd Angóla. Hún er hægri skytta sem er óhrædd við að skjóta á markið. Þessi þrítuga skytta þreytti frumraun sína í Evrópukeppni með liði sínu Podravaka  í febrúar síðastliðnum en nú mun hún aftur fá tækifæri á að sanna á þeim vettvangi en nú á stóra sviðinu.

Althea Reinhardt (Odense Handbold)

Hún var aðeins 22ja ára þegar hún spilaði fyrst í Mestaradeildinni tímabilið 2018/2019. Reinhardt náði að aðlagast mjög vel og var ein helst ástæðan fyrir því að danska liðið náði alla leið í 8-liða úrslit það tímabilið. Núna þar sem hún er með meiri reynslu á farteskinu nýtur hún leiðsagnar frá tveimur frábærum markvörðum, Tess Wester hjá Odense og Söndru Toft í danska landsliðinu, má með sanni segja að möguleikar Reinhardt á að verða með betri markvörðum deildarinnar séu miklir.

Mette Tranborg. Mynd/EPA

Mette Tranborg (Team Esbjerg)

Tranborg var eins og Althea partur af liði Odense sem náði í 8-liða úrslitin. Hún skoraði 44 mörk fyrir liðið á því tímabili. Í sumar ákvað Tranborg að skipta yfir í Team Esbjerg. Þau félagaskipti sýna að dönsku meistararnir hafa trú á hæfileikum hennar og þar mun hún fá tíma til að sanna að hún er eina hæfileikaríkasta hægri skytta liðsins. Þetta tímabil gæti orðið stórt fyrir þessa 24 ára gömlu skyttu.

Delaila Amega. Mynd/EPA

Delaila Amega (Borussia Dortmund)

Hér er á ferðinni spennandi nýliði sem fær tækifæri með þýska liðinu sem eru einmitt líka nýliðar í deild þeirra bestu. Amega veit hvernig tilfinning það er að verða heimsmeistari. Nú bíður hennar allt önnur reynsla. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum hennar í vetur. Henni er ætlað að leiða sóknarleik hins reynslulitla liðs.

Elena Mikhaylichenko. Mynd/EPA

Elena Mikhaylichenko (CSKA)

Mikaylichenko, sem verður 19 ára núna í september og fékk tækifærið á stóra sviðinu þegar hún var valin í rússneska landsliðið fyrir síðast HM þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Mikaylichenko býr yfir miklum hæfileikum og nú fær hún tækifæri til þess að sýna þá í keppni þeirra bestu með félagsliði sínu CSKA.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -