- Auglýsing -

Meistaradeildarleik Úkraínu frestað vegna óvissu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Viðureign úkraínska meistaraliðsins Motor Zaporozhye og Frakklandsmeistara PSG sem fram átti að fara í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á fimmtudaginn í Zaporozhye í Úkraínu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá þessu í kvöld. Frestunin er ákveðin vegna óvissu sem ríkir í Úkraínu sökum hugsanlegrar innrásar Rússa í landið. Óvíst er hvenær reynt verður að setja leikinn á dagskrá en EHF segir í yfirlýsingu sinn að annað hvort fari leikurinn fram í Úkraínu eða á hlutlausum velli svo fljóttt sem auðið verður og mál skýrast.


Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor Zaporozhye. Ekkert fararsnið var á Roland frá Úkraínu í gær þegar handbolti.is heyrði í honum.


Viðureign Meshkov Brest og Aalborg Håndbold verður í Brest í Hvíta-Rússlandi á miðvikudaginn. Óhætt er talið að leikurinn fari fram þrátt fyrir að heræfingar herji á Hvít-Rússa og Rússa í landinu.


Á laugardaginn hætti færeyska liðið H71 við að ferð til Lviv í Úkraínu vegna leiks í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna. Liðið var lagt af stað en var snúið til baka þegar það millilenti í Póllandi á leið sinni til Úkraínu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -