- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin hefst á ný í skugga kórónuveirunnar

Mia Rej getur ekki leikið með samherjum sínum í danska meistaraliðinu Odense í Meistaradeildinni í dag vegna meiðsla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna rúllar af stað á ný í dag eftir sjö vikna hlé sem var gert vegna heimsmeistaramótsins sem fram fór á Spáni í desember. Í A-riðli verður sannkallaður toppslagur þegar að Rostov-Don, sem situr í öðru sæti riðilsins, tekur á móti toppliði Esbjerg. Það verður einnig slagur á milli Dana og Rússa í B-riðlinum þegar að Odense og CSKA eigast við í Óðinsvéum.


Kórónuveiran heldur þó áfram að setja strik í leikjadagskrána. Þremur leikjum hefur verið frestað. Handknattleikssamband Evrópu ákvað hins vegar að víxla leikjum milli níundu og þrettándu umferðar til þess að mögulegt væri að leika fleiri leiki og svo þau lið sem eru laus við covid geti leikið.

A-riðill:

FTC – Buducnost | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV

⦁ Ungversku meistararnir eru staðráðnar í að hefja nýtt ár með jákvæðum hætti en þeir töpuðu síðasta leik síðasta árs með sex marka mun, 27:21. Það var jafnframt fyrsta tap liðsins í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
⦁ FTC hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik sem er besta byrjun liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.
⦁ Buducnost vann sinn síðasta leik fyrir áramót. Þar með lauk sjö leikja taphrinu liðsins en leikmenn vonast til að geta byggt ofaná sigurleikinn.
⦁ Svartfellska liðinu bíður verðugt verkefni að reyna að komast í 16-liða úrslit á þessari leiktíð. Buducnost er í sjöunda sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Dortmund sem er í sjötta sæti.
⦁ FTC og Buducnost hafa mæst fjórtán sinnum áður. FTC hefur unnið átta leiki, þar af þrjá af síðustu fjórum. Buducnost hefur unnið fimm leiki. Einu sinni hefur orðið jafntefli.

Rostov-Don – Esbjerg | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
⦁ Topplið riðilsins eigast við í fyrsta leik ársins. Esbjerg sem hefur aðeins tapað einum leik til þessa og er í efsta sæti A-riðils, einu stigi á undan Rostov-Don.
⦁ Danska liðið er taplaust í þremur útileikjum í röð.
⦁ Vinni danska liðið leikinn verður það sjöundi leikurinn án taps sem yrði félagsmet í Meistaradeildinni.
⦁ Rostov hefur fengið á sig fæst mörk í Meistaradeildinni eftir átta leiki, 187, sem gerir 23,37 mörk að meðaltali. Esbjerg er í þriðja sæti eftir að hafa fengið á sig 195 mörk eða 24,37 mörk að jafnaði í leik.
⦁ Esbjerg hefur unnið tvo af sjö innbyrðis leikjum liðanna en hefur aldrei tekist að vinna í Rússlandi.
⦁ Styrktaraðilar Esbjerg-liðsins leigðu flugvél undir liðið til Rússlands og heim aftur. Ástæðan fyrir þessu var sú að forðast smit kórónuveiru með beinu flugi í stað millilendinga og biðar á flugvöllum.

Podravka – Dortmund | Sunnudagur kl 12.00 | Beint á EHFTV
⦁ Það eru líkur á að þetta sé síðasti möguleiki Podravka til þes að krækja í sæti í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hefur tapað sjö leikjum fram til þessa í keppninni á leiktíðinni.
⦁ Podravka situr á botni riðilsins með 2 stig, fimm stigum á eftir Dortmund sem er í sjötta sæti.
⦁ Aðeins Sävehof og Kastamonu hafa fengið á sig fleiri mörk. Podravka, króatíska liðið hefur fengið á sig 248 mörk.
⦁ Níunda mark Podravka í leiknum verður 4.000. mark liðsins í Meistaradeildinni. Aðeins sjö lið hafa náð þeim áfanga.
⦁ Alina Grijseels, sem er markahæsti leikmaður þýska liðsins, verður ekki með í leiknum. Hún nefbrotnaði í leik gegn Bietigheim í þýsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

B-riðill:

Odense – CSKA | Sunnudagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
⦁ CSKA er í fjórða sæti riðilsins með níu stig. Odense er í fimmta með átta stig.
⦁ Dönsku meistararnir hafa tapað þremur af fjórum heimaleikjum sínum á leiktíðinni en hafa hins vegar unnið þrjá útileiki, þar á meðal gegn CSKA.
⦁ Mia Rej leikstjórnandi Odense verður á hliðarlínunni í leiknum. Hún hefur ekki jafnað sig á meiðslum í hné sem hún varð fyrir í fyrsta leik danska landsliðsins á HM í síðasta mánuði.
⦁ Darya Dmitrieva leikmaður CSKA hefur tekið fram skóna á ný eftir að hafa tekið sér gott frí síðan Ólympíuleikunum lauk í ágúst.
⦁ Dragana Cvijic er orðin gjaldgeng með CSKA. Hún gekk til liðs við CSKA í síðasta mánuði.

Sävehof – Vipers | Sunnudagur kl 14.00 | Beint á EHFTV
⦁ Vipers hafði betur í fyrri leik liðanna, 34-25, þar sem að Nora Mørk var markahæst með 12 mörk.
⦁ Norska liðið, sem eru ríkjandi meistari, hefur unnið þrjá leiki í röð og er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig.
⦁ Sävehof hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð og er í sjöunda sæti með fjögur stig.
⦁ Bæði lið reiða sig mjög á sína markahæstu leikmenn. Hjá Vipers er það Mørk sem er allt í öllu. Hún hefur skorað 67 mörk í Meistaradeildinni í vetur. Hjá Sävehof er Jamina Roberts markahæst með 57 mörk.
⦁ Mørk og Katrine Lunde voru báðar í leikmannahópi Noregs sem var heimsmeistari 19. desember eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -